90 ára Herdís Egilsdóttir, kennari og rithöfundur, fagnar 90 ára afmæli í dag. Herdís fæddist og ólst upp á Húsavík. Hún varð stúdent frá MA 1952 og lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands ári síðar

90 ára Herdís Egilsdóttir, kennari og rithöfundur, fagnar 90 ára afmæli í dag. Herdís fæddist og ólst upp á Húsavík. Hún varð stúdent frá MA 1952 og lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands ári síðar. Hún kenndi í Skóla Ísaks Jónssonar allan sinn starfsferil í 45 ár og var landsþekkt fyrir ástríðu sína fyrir mikilvægi góðrar lestrarkennslu.

Herdís hefur samið fjölda barnabóka og myndskreytt þær flestar sjálf. Einnig hefur hún samið kennsluefni og kennsluhandbækur og haldið fjölda kennaranámskeiða um allt land. Þá hefur hún samið ljóð og lög og skrifað leikrit fyrir útvarp, sjónvarp og leikhús. Síðan kenndi hún föndur í sjónvarpinu, en hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á handverki og bæði saumað föt, hannað töskur og skart úr leðri og roði.

Herdís verður í stóru viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina.