Norður
♠ Á75
♥ 10942
♦ KG5
♣ K75
Vestur
♠ G92
♥ Á6
♦ D973
♣ D942
Austur
♠ D10843
♥ 73
♦ 86
♣ ÁG108
Suður
♠ K6
♥ KDG85
♦ Á1042
♣ 63
Suður spilar 4♥.
Eftir blátt áfram sagnir – eitt, þrjú og fjögur hjörtu – kemur vestur út með ♣4, þriðja hæsta samkvæmt reglunni. Sagnhafi setur smátt úr borði og austur fær slaginn á tíuna. Austur spilar trompi um hæl, sem vestur tekur með ás og spilar aftur laufi – ♣2 til að sýna upphaflegan fjórlit. Suður trompar þriðja laufið og lítur hugsandi til lofts. Hvar er tíguldrottningin?
Ekkert liggur á að fara í tígulinn og sagnhafi spilar þrisvar spaða og trompar. Fylgispil vesturs eru athyglisverð: ♠2-9-G. Líklegur þrílitur, því varla á vestur ♠G1092 eða ♠DG92. Þá hefði hann komið þar út. Vestur virðist eiga fjögur lauf, þrjá spaða og tvö hjörtu og þar með fjóra tígla. Það dugir til að ráða íferðinni, en við bætist laufútspilið frá drottningu fjórðu. Með fjóra hunda í tígli virkar útspil þar meira freistandi.
Ekkert er öruggt, en tíguldrottningin er líklegri í vestur.