Þorvaldur Þórðarson
Þorvaldur Þórðarson
Prófessor í eldfjallafræði telur líklegt að upphaf næsta eldgoss á Reykjanesskaga verði á svipuðum slóðum og síðustu gos á skaganum, þ.e. í grennd við Sundhnúkagíga. „Ef það kemur til goss finnst mér líklegt að upphaf gossins verði á svipuðum slóðum og hefur verið hingað til

Elínborg Una Einarsdóttir

elinborg@mbl.is

Prófessor í eldfjallafræði telur líklegt að upphaf næsta eldgoss á Reykjanesskaga verði á svipuðum slóðum og síðustu gos á skaganum, þ.e. í grennd við Sundhnúkagíga.

„Ef það kemur til goss finnst mér líklegt að upphaf gossins verði á svipuðum slóðum og hefur verið hingað til. Byrji suðaustan við Stóra-Skógfell og síðan opnist sprunga eins og blævængur út frá því, bæði til norðurs og suðurs.

Og mér þykir nú ólíklegt að gossprungan nái mikið suður fyrir Sundhnúkagígasvæðið. Það getur alltaf teygst aðeins lengra en mér finnst nánast engar líkur á að það fari að gjósa inni í Grindavík,“ segir Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði. Hann bætir við að að sínu viti sé engin kvika undir bænum.

Í tilkynningu Veðurstofu Íslands á þriðjudag sagði að líkur væru á eldgosi á svæðinu á næstu þremur vikum og að magn kviku sem bæst hefur við undir Svartsengi væri komið að lægri mörkum þess magns sem talið er þurfa til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi.

Nær efri þolmörkum í ágúst

Þá telja sérfræðingar Veðurstofu að líkur á gosi innan Grindavíkur séu nú meiri en áður, en gosop hafa færst nær bænum með hverju gosi.

„Það er alveg rétt að miðað við þetta landris og útreikninga sem Veðurstofan hefur gert var þessum þolmörkum náð upp úr 15. júlí og ef efri mörkin eru nálægt 20 milljónum rúmmetra þá verður þeim náð upp úr svona 10. ágúst. […] Það má segja að kerfið sé komið á þann stað að það getur gosið hvenær sem er,“ segir Þorvaldur. » 16

Höf.: Elínborg Una Einarsdóttir