Donald Trump
Donald Trump
Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, sagði í gær að Taívan-eyja ætti að borga Bandaríkjamönnum fyrir þá vernd sem Bandaríkin veita eyjunni gegn stjórnvöldum í Kína. Ummæli Trumps féllu í viðtali sem hann veitti bandaríska viðskiptatímaritinu Bloomberg Businessweek

Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, sagði í gær að Taívan-eyja ætti að borga Bandaríkjamönnum fyrir þá vernd sem Bandaríkin veita eyjunni gegn stjórnvöldum í Kína.

Ummæli Trumps féllu í viðtali sem hann veitti bandaríska viðskiptatímaritinu Bloomberg Businessweek. „Ég þekki fólkið mjög vel og ber mikla virðingu fyrir þeim. Þau tóku 100% af örflöguframleiðslu okkar. Ég held að Taívan ætti að borga okkur fyrir hervarnirnar,“ sagði Trump í viðtalinu þegar hann var spurður hvort Bandaríkin undir hans stjórn myndu verja eyjuna fyrir innrás frá meginlandi Kína.

Cho Jung-tai, forsætisráðherra eyjunnar, sagði í gær að eyjan hefði stóraukið útgjöld sín til varnarmála á síðustu árum.