Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir verður leikmaður ítalska stórliðsins Inter Mílanó á komandi leiktíð en hún hefur verið lánuð frá Bayern München í Þýskalandi út tímabilið. Cecilía, sem er tvítug, hefur verið hjá Bayern frá árinu 2022 en lítið spilað vegna meiðsla
Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir verður leikmaður ítalska stórliðsins Inter Mílanó á komandi leiktíð en hún hefur verið lánuð frá Bayern München í Þýskalandi út tímabilið. Cecilía, sem er tvítug, hefur verið hjá Bayern frá árinu 2022 en lítið spilað vegna meiðsla. Er hún nýkomin aftur til baka eftir erfið hnémeiðsli og hefur verið í íslenska landsliðshópnum að undanförnu. Inter hafnaði í fimmta sæti í ítölsku A-deildarinni á síðustu leiktíð.