Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, hét því í gær að þeir sem grönduðu flugvélinni MH17 yrðu á endanum látnir bera ábyrgð á gjörðum sínum, en tíu ár voru þá liðin frá því að vélin var skotin niður með þeim afleiðingum að allir um borð, alls 298 manns, fórust
Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, hét því í gær að þeir sem grönduðu flugvélinni MH17 yrðu á endanum látnir bera ábyrgð á gjörðum sínum, en tíu ár voru þá liðin frá því að vélin var skotin niður með þeim afleiðingum að allir um borð, alls 298 manns, fórust.
Hollenskur dómstóll dæmdi tvo Rússa og einn Úkraínumann í fangelsi í nóvember árið 2022 að þeim fjarstöddum, en rússnesk stjórnvöld hafa neitað að framselja mennina þrjá. „Við höfum tíma, þolinmæli og þolgæði. Það eru skilaboð mín til hinna seku og loforð mitt til aðstandenda,“ sagði Schoof.