Greiningum á covid-19 hefur fækkað umtalsvert á síðustu tveimur vikum eftir að gripið var til aðgerða á Landspítala vegna aukins fjölda tilfella. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir í samtali við Morgunblaðið að engin ein skýring sé á niðursveiflunni

Greiningum á covid-19 hefur fækkað umtalsvert á síðustu tveimur vikum eftir að gripið var til aðgerða á Landspítala vegna aukins fjölda tilfella.

Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir í samtali við Morgunblaðið að engin ein skýring sé á niðursveiflunni. Hvort það hafi verið forvarnir inni á spítalanum eða að minna sé um smit almennt í samfélaginu sé ekki hægt að segja til um fyrir víst.

„Þetta er líklega raunveruleg fækkun. Við fengum tölur frá spítalanum varðandi innlagnir og þá voru færri inniliggjandi með öndunarfærasýkingar og þar með talið covid,“ segir Guðrún. Hún segir enga ástæðu til að hafa áhyggjur af því að taka þurfi upp hertar reglur í samfélaginu. drifa@mbl.is