Við fossinn Hluta gönguleiðarinnar verður lokað vegna flutninganna.
Við fossinn Hluta gönguleiðarinnar verður lokað vegna flutninganna. — Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson
Stefnt er að því að hefja þyrluflutninga með byggingarefni að Dynjanda í Arnarfirði á Vestfjörðum á föstudagsmorguninn 2. ágúst. Áætlað er að ljúka þeim á frídegi verslunarmanna, 5

Stefnt er að því að hefja þyrluflutninga með byggingarefni að Dynjanda í Arnarfirði á Vestfjörðum á föstudagsmorguninn 2. ágúst. Áætlað er að ljúka þeim á frídegi verslunarmanna, 5. ágúst. Það veltur þó á því hvernig viðrar. Áður stóð til að fara í þessar framkvæmdir fyrr í sumar en það tókst ekki vegna veðurs. Verkefnið felur í sér uppsetningu útsýnispalla og lagfæringar á göngustígum við fossinn. Edda Kristín Eiríksdóttir, sérfræðingur Umhverfisstofnunar á Vestfjörðum, útskýrir í viðtali við Morgunblaðið að framkvæmdirnar hafi reynst krefjandi vegna staðhátta.

Verkefnið felur í sér uppsetningu þriggja nýrra útsýnispalla og lagfæringu á hluta gönguleiðar. Þessir pallar eru ætlaðir til að bæta upplifun gesta, auka öryggi og stýra umferð til að vernda viðkvæma staði.

Meðan á þyrluflutningunum stendur verður gönguleið meðfram Dynjandisá lokuð ofan Göngumannafoss til að tryggja öryggi gesta. Annað aðgengi að svæðinu verður óbreytt, þar á meðal aðgengi að bílastæðum, salernum og áningarsvæði.

Aðspurð segir Edda að aðsókn ferðamanna að Dynjanda hafi verið góð í sumar og að hún finni ekki fyrir fækkun ferðamanna.