Rekstur Ásta Fjeldsted forstjóri segir rekstur samkvæmt áætlun.
Rekstur Ásta Fjeldsted forstjóri segir rekstur samkvæmt áætlun. — Morgunblaðið/Eggert
Festi hf. hagnaðist um 953 milljónir á öðrum ársfjórðungi þessa árs en til samanburðar nam hagnaðurinn 738 milljónum á sama tímabili á síðasta ári. Hagnaður fyrstu sex mánuði ársins nam tæpum 1,2 milljörðum og jókst um 78,5% milli ára en hann nam 647 milljónum á sama tímabili síðasta árs

Festi hf. hagnaðist um 953 milljónir á öðrum ársfjórðungi þessa árs en til samanburðar nam hagnaðurinn 738 milljónum á sama tímabili á síðasta ári. Hagnaður fyrstu sex mánuði ársins nam tæpum 1,2 milljörðum og jókst um 78,5% milli ára en hann nam 647 milljónum á sama tímabili síðasta árs. Þetta kemur fram í uppgjöri Festi fyrir annan ársfjórðung og fyrri árshelming sem birt var í gær.

Rekstrarhagnaður félagsins á öðrum ársfjórðungi nam 2,9 milljörðum sem er 13,8% aukning milli ára. Vörusala nam 36 milljörðum og jókst um 5,4% milli ára en hún nam 34 milljörðum árið áður. Framlegð af vöru- og þjónustusölu nam 8,5 milljörðum og jókst um 837 milljarða eða 10,8% milli ára.

„Rekstur félagsins gekk vel á öðrum ársfjórðungi og var niðurstaðan í samræmi við áætlanir félagsins. Framlegðarstig styrktist hjá öllum félögum samstæðunnar og hækkar um 1,1 p.p. milli ára. Þá fjölgaði heimsóknum í verslanir og var góð magnaukning í sölu flestra vöruflokka milli ára,“ er haft eftir Ástu Fjeldsted forstjóra Festi í tilkynningunni.