Skóli Nýtt námsmat er enn í þróun.
Skóli Nýtt námsmat er enn í þróun. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Áform menntamálaráðuneytisins um innleiðingu svokallaðs matsferils í stað samræmdra könnunarprófa hefur sætt gagnrýni, ekki síst fyrir þær tafir sem orðið hafa á innleiðingunni. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir…

Skúli Halldórsson

sh@mbl.is

Áform menntamálaráðuneytisins um innleiðingu svokallaðs matsferils í stað samræmdra könnunarprófa hefur sætt gagnrýni, ekki síst fyrir þær tafir sem orðið hafa á innleiðingunni.

Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir skólayfirvöld þurfa að útskýra betur hvað felist í yfirlýstum áformum þeirra.

„Ég er þeirrar skoðunar að það þurfi klárlega að kynna þennan feril betur, vinna hann betur með fleiri aðilum heldur en þeim sem hafa verið kallaðir til núna, og ég treysti á að menn séu að gera það,“ segir Magnús um innleiðingu nýja námsmatsins.

„Mælingar á gæðum skipta okkur máli og sorgarsagan um endalok samræmdu könnunarprófanna er auðvitað allt öðru tengd. Eins og við höfum skilið matsferilinn – sem við erum auðvitað bara umsagnaraðilar að – þá eru þar ferlar sem eiga að geta komið í þeirra stað,“ bætir Magnús við, en hann rifjar upp umrædda sorgarsögu í viðtali í Morgunblaðinu í dag.

„Samræmdar mælingar sem nýtast skólunum eru bara tæki sem við þurfum að hafa. Það er sárt að segja en við stöndum bara verr með það á Íslandi heldur en margar nágrannaþjóðir okkar að geta rýnt inn í skólana okkar og séð hvernig við náum meiri árangri.“