Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er orðaður við þýska félagið Stuttgart. Ítalski knattspyrnusérfræðingurinn Gianluca di Marzio segir á heimasíðu sinni að Stuttgart virðist hafa áhuga á Alberti sem hefur verið orðaður við flest stóru liðin á…
Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er orðaður við þýska félagið Stuttgart. Ítalski knattspyrnusérfræðingurinn Gianluca di Marzio segir á heimasíðu sinni að Stuttgart virðist hafa áhuga á Alberti sem hefur verið orðaður við flest stóru liðin á Ítalíu eftir góða frammistöðu með Genoa í ítölsku A-deildinni síðasta vetur. Stuttgart náði öðru sæti í Þýskalandi síðasta vetur og leikur í Meistaradeildinni á komandi tímabili.