Þrátt fyrir óvæntan sigur á Ungverjum í framlengdum leik í gær, 77:70, varð U18 ára landslið pilta í körfuknattleik að sætta sig við fjórða sætið í sínum riðli í B-deild Evrópumótsins í Skopje. Sviss með 8 stig og Pólland með 6 fara í átta liða…
Þrátt fyrir óvæntan sigur á Ungverjum í framlengdum leik í gær, 77:70, varð U18 ára landslið pilta í körfuknattleik að sætta sig við fjórða sætið í sínum riðli í B-deild Evrópumótsins í Skopje. Sviss með 8 stig og Pólland með 6 fara í átta liða úrslit en Ungverjaland og Ísland sem einnig fengu 6 stig sitja eftir og fara í keppni um 9.-16. sætið. Kristófer Breki Björgvinsson var stigahæstur í gær með 21 stig og Ásmundur Múli Ármannsson skoraði 18.