Reynd Marta er á sínum sjöttu Ólympíuleikum með Brasilíu.
Reynd Marta er á sínum sjöttu Ólympíuleikum með Brasilíu. — AFP/Ben Stansall
Útlit er fyrir að Marta frá Brasilíu, ein þekktasta knattspyrnukona heims, hafi leikið sinn síðasta leik á stórmóti og endað á rauðu spjaldi. Hún var rekin af velli fyrir háskaleik í lok fyrri hálfleiks, sparkaði í höfuð Olgu Carmona, þegar Brasilía …

Útlit er fyrir að Marta frá Brasilíu, ein þekktasta knattspyrnukona heims, hafi leikið sinn síðasta leik á stórmóti og endað á rauðu spjaldi. Hún var rekin af velli fyrir háskaleik í lok fyrri hálfleiks, sparkaði í höfuð Olgu Carmona, þegar Brasilía tapaði 2:0 fyrir Spáni í París í gær en Marta leikur nú á sínum sjöttu Ólympíuleikum. Ekki var ljóst þegar blaðið fór í prentun hvort Brasilía kæmist í átta liða úrslit en þar yrði hún í leikbanni.