Jón Jens Kristjánsson kveður: Geirlaugur bóndi í Götu gaufar við ýmislegt bústang í fyrradag fékk hann sér Lödu frekar en kaupa sér Mustang. Helgi R. Einarsson sat fyrir framan sjónvarpið, fylgdist með Ólympíuleikunum og orti Gullið: Með heppni og…

Jón Jens Kristjánsson kveður:

Geirlaugur bóndi í Götu

gaufar við ýmislegt bústang

í fyrradag fékk hann sér Lödu

frekar en kaupa sér Mustang.

Helgi R. Einarsson sat fyrir framan sjónvarpið, fylgdist með Ólympíuleikunum og orti Gullið:

Með heppni og létta lund

á lífsins ögurstund

getur dugur,

djörfung, hugur

gefið gull í mund.

Magnúsi Stefánssyni datt þessi vísa í hug í júlílok:

Rennur Volvo heill í hlað.

Halla situr keik við stýrið.

Bærilega byrjar það

Bessastaðaævintýrið.

Anton Helgi Jónsson yrkir á Boðnarmiði og er skemmtilega kveðið:

Greitt í hrokans gönguskóm

geysist ég um heiminn.

“Hægðu á þér” hásum róm

hrópar lausa reimin.

Hæglát á minn hása róm

hlustar smánuð reimin:

Vankaður í villuskóm

veltist ég um heiminn.

Friðrik Steingímsson yrkir:

Seint mun þeim leiðindum linna

sem landsfeður þurfa að sinna.

Það sem er verst

og þreytir þá mest

er hegðunarvandamál hinna.