Nýtt Sara Björk yrði fyrst Íslendinga til að spila í Sádi-Arabíu.
Nýtt Sara Björk yrði fyrst Íslendinga til að spila í Sádi-Arabíu. — Morgunblaðið/Eggert
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, er á leið til Sádi-Arabíu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verður hún kynnt sem nýr leikmaður félags þar í landi í dag, fimmtudag, svo framarlega sem samningar og læknisskoðun ganga upp

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, er á leið til Sádi-Arabíu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verður hún kynnt sem nýr leikmaður félags þar í landi í dag, fimmtudag, svo framarlega sem samningar og læknisskoðun ganga upp. Sara er laus allra mála hjá Juventus á Ítalíu eftir að hafa leikið þar undanfarna tvo vetur en þar á undan lék hún með stórliðunum Lyon og Wolfsburg.