Í kvöld ræðst hvort eitt, tvö eða þrjú íslensk lið komast í þriðju umferð Sambandsdeildar karla í fótbolta, eða jafnvel ekkert. Stjarnan fór til Eistlands með 2:1-forskot úr fyrri leiknum gegn Paide, Valur til Skotlands með jafna stöðu eftir markalaust jafntefli gegn St
Í kvöld ræðst hvort eitt, tvö eða þrjú íslensk lið komast í þriðju umferð Sambandsdeildar karla í fótbolta, eða jafnvel ekkert. Stjarnan fór til Eistlands með 2:1-forskot úr fyrri leiknum gegn Paide, Valur til Skotlands með jafna stöðu eftir markalaust jafntefli gegn St. Mirren en Víkingar eiga á brattann að sækja í Albaníu eftir að hafa tapað 1:0 í heimaleiknum gegn Egnatia. Þau lið sem komast áfram spila í þriðju umferð keppninnar næstu tvo fimmtudaga.