Kamala Harris
Kamala Harris
Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna tryggði sér í gær útnefningu Demókrataflokksins, í rafrænu kjöri, sem landsfundarfulltrúar flokksins tóku þátt í. Harris er fyrsta konan af asískum og svörtum uppruna til þess að hljóta útnefningu annars af…

Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna tryggði sér í gær útnefningu Demókrataflokksins, í rafrænu kjöri, sem landsfundarfulltrúar flokksins tóku þátt í.

Harris er fyrsta konan af asískum og svörtum uppruna til þess að hljóta útnefningu annars af stóru flokkunum tveimur, en hún verður formlega útnefnd á landsfundi demókrata í Chicago sem hefst 19. ágúst. Harris sagði á símafundi með flokksmönnum að þetta væri sér mikill heiður og að hún ætlaði sér að vinna forsetakosningarnar í nóvember.