Tyrknesk stjórnvöld hafa lokað fyrir aðgang tyrknesku þjóðarinnar að Instagram. Opinberar skýringar hafa ekki verið veittar en starfsmaður tyrkneska fjarskiptaeftirlitsins sagði að Instagram hefði neitað að fjarlægja „glæpsamlegar færslur“
Tyrknesk stjórnvöld hafa lokað fyrir aðgang tyrknesku þjóðarinnar að Instagram.
Opinberar skýringar hafa ekki verið veittar en starfsmaður tyrkneska fjarskiptaeftirlitsins sagði að Instagram hefði neitað að fjarlægja „glæpsamlegar færslur“. Þá sakaði háttsettur embættismaður miðilinn um ritskoðun og að lokað hefði verið fyrir samúðarkveðjur vegna Ismails Haniyeh, leiðtoga Hamas.