Þórður Snær Júlíusson
Þórður Snær Júlíusson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Tímaritið Heimildin varð til í árslok 2022 þegar Stundin og vefmiðillinn Kjarninn sameinuðust. Skömmu síðar var Fréttablaðið lagt niður, sem jók svigrúm í sölu bæði auglýsinga og áskrifta. Útgáfutíðni var aukin, sókn boðuð á netinu og fjölgað í starfsliði.

Tímaritið Heimildin varð til í árslok 2022 þegar Stundin og vefmiðillinn Kjarninn sameinuðust. Skömmu síðar var Fréttablaðið lagt niður, sem jók svigrúm í sölu bæði auglýsinga og áskrifta. Útgáfutíðni var aukin, sókn boðuð á netinu og fjölgað í starfsliði.

Hins vegar virðist sem vöxturinn hafi látið á sér standa, útbreiðsla blaðsins hefur ekki aukist og lesturinn á netinu dregist mikið saman. Sem varla er von, því þar birtast nú að jafnaði aðeins 3-4 nýjar greinar á dag.

Tíðindum þótti því sæta þegar Þórður Snær Júlíusson, annar ritstjóranna (upphaflega af Kjarnanum), greindi frá því á Facebook liðinn miðvikudag að hann hefði sagt upp og léti af störfum þann dag án þess að vita hvað við tæki, þótt ýmsa gruni að hann vilji í framboð fyrir Samfylkinguna.

Margir létu sér þetta líka og þökkuðu fyrir sig. En þar á meðal voru hvorki hinn ritstjóri Heimildarinnar né útgefandi, þau Ingibjörg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson, svo kannski er þar meiri saga að baki.

Raunar vekur athygli að Heimildin virðist ekki einu sinni hafa frétt af þessu tveimur dögum síðar, engin frétt verið þar sögð um fráhvarf ritstjórans og nafn hans enn í hausnum. Það hlýtur að vera til marks um eitthvað.