Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir að tveir bílar skullu saman í Hvalfjarðargöngunum á öðrum tímanum í gær. Að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar komu bifreiðarnar tvær úr gagnstæðum áttum og var áreksturinn nokkuð harður
Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir að tveir bílar skullu saman í Hvalfjarðargöngunum á öðrum tímanum í gær.
Að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar komu bifreiðarnar tvær úr gagnstæðum áttum og var áreksturinn nokkuð harður. Voru tveir fluttir með sjúkrabifreið af vettvangi en líðan þeirra var ekki þekkt. Báðar bifreiðarnar eru ónýtar eftir áreksturinn.