Hljómsveitin Girni og Stál kemur fram á stofutónleikum Gljúfrasteins á morgun, sunnudag, kl 16. „Dúóið Girni og Stál var stofnað árið 2024 af Sólveigu Steinþórsdóttur fiðluleikara og Geirþrúði Önnu Guðmundsdóttur sellóleikara
Hljómsveitin Girni og Stál kemur fram á stofutónleikum Gljúfrasteins á morgun, sunnudag, kl 16. „Dúóið Girni og Stál var stofnað árið 2024 af Sólveigu Steinþórsdóttur fiðluleikara og Geirþrúði Önnu Guðmundsdóttur sellóleikara. Dúóið hefur einstaka sérstöðu þar sem það blandar saman flutningi á barokkverkum á upprunahljóðfæri og eftirlætisverkum fiðlu- og sellóbókmenntanna á nútímahljóðfæri. Á þessum tónleikum verða leikin verk eftir J.S. Bach og Philippe Hersant,“ segir í viðburðarkynningu.