Stephan Kaller
Stephan Kaller
Síðustu tónleikar sumarsins í tónleikaröðinni Sumartónleikar í Hallgrímskirkju í Saurbæ verða haldnir í kirkjunni á morgun, sunnudag, kl. 16. „Það er þýski píanóleikarinn Stephan Kaller frá Augsburg sem leikur glæsilega efnisskrá með Polonesum eftir F

Síðustu tónleikar sumarsins í tónleikaröðinni Sumartónleikar í Hallgrímskirkju í Saurbæ verða haldnir í kirkjunni á morgun, sunnudag, kl. 16.

„Það er þýski píanóleikarinn Stephan Kaller frá Augsburg sem leikur glæsilega efnisskrá með Polonesum eftir F. Chopin, Intermezzi eftir J. Brahms og Legende nr. 1 og 2, eftir Franz Liszt, en efniviður þeirra byggir á trúarlegum sögum um dýrlingana Frans frá Assisí og Francis frá Paola.

Sagan segir að Frans frá Assisí hafi predikað til fuglanna svo allir hlustuðu hugfangnir og Francis frá Paola lagði kápu sína á vatn sem segl eftir að hafa fengið neitun um bátsferð og sigldi þannig yfir vatnið. Þessi verk eru sjaldheyrð í tónleikasölum hér á landi og ástæða til að hvetja píanóunnendur til að skreppa í Hvalfjörðinn á sunnudag,“ segir í fréttatilkynningu frá tónleikastað. Þar kemur fram að Stephan Kaller hafi numið píanóleik við tónlistarháskólann í Würzburg. Hann er dósent við Leopold Mozart Collegium í Augsburg.