Blake Lively fer með aðalhlutverk í myndinni sem skilgreind er sem rómans eða drama.
Blake Lively fer með aðalhlutverk í myndinni sem skilgreind er sem rómans eða drama. — AFP/Dimitrios Kambouris
Flækjur Blake Lively fer með aðalhlutverkið í nýjustu kvikmynd leikstjórans Justins Baldonis, It Ends With Us, sem frumsýnd verður í vikunni. „Lily telur sig hafa fundið hina einu sönnu ást með Ryle, en þegar erfitt atvik vekur upp gamalt…

Flækjur Blake Lively fer með aðalhlutverkið í nýjustu kvikmynd leikstjórans Justins Baldonis, It Ends With Us, sem frumsýnd verður í vikunni. „Lily telur sig hafa fundið hina einu sönnu ást með Ryle, en þegar erfitt atvik vekur upp gamalt áfall, þarf hún að finna með sjálfri sér hvort ástin ein dugi til að láta hjónabandið lifa. En hlutirnir flækjast þegar gamall kærasti kemur til sögunnar,“ segir í kynningu. Myndin er skilgreind sem rómans eða drama en með önnur helstu hlutverk fara Brandon Sklenar og Jenny Slate.