Novak Djokovic frá Serbíu heldur áfram í drauminn um langþráð ólympíugull í tennis eftir að hann lagði Lorenzo Musetti að velli í undanúrslitum einliðaleiksins á Ólympíuleikunum, á Roland Garros-vellinum í París í gærkvöld
Novak Djokovic frá Serbíu heldur áfram í drauminn um langþráð ólympíugull í tennis eftir að hann lagði Lorenzo Musetti að velli í undanúrslitum einliðaleiksins á Ólympíuleikunum, á Roland Garros-vellinum í París í gærkvöld. Djokovic, sem er 37 ára gamall, mætir 21 árs gömlum Spánverja, Carlos Alcaraz, í úrslitaleiknum á morgun. Þrátt fyrir að vera einhver sigursælasti tennisleikari sögunnar hefur Djokovic hingað til aldrei náð lengra en í þriðja sæti á Ólympíuleikum.