Fjögur León Marchand á verðlaunapallinum í fjórða sinn.
Fjögur León Marchand á verðlaunapallinum í fjórða sinn. — AFP/Manan Vatsyayana
Franski sundkappinn Léon Marchand krækti í sín fjórðu gullverðlaun á Ólympíuleikunum í París í gærkvöld. Marchand hefur farið á kostum í lauginni á leikunum og í gærkvöld var það gullið í 200 metra fjórsundi karla sem hann tryggði sér

Franski sundkappinn Léon Marchand krækti í sín fjórðu gullverðlaun á Ólympíuleikunum í París í gærkvöld. Marchand hefur farið á kostum í lauginni á leikunum og í gærkvöld var það gullið í 200 metra fjórsundi karla sem hann tryggði sér. Hann kom í mark á 1:54,06 mínútum sem er næstbesti tími sögunnar í greininni og nýtt ólympíumet. Marchand vann einnig 200 metra bringusund, 200 metra flugsund og 400 metra fjórsund í París.