Listamenn að verki nefnist samsýning sem opnuð var í vikunni í tilefni af tveggja ára afmæli Fyrirbæris. Þar sýna Eva Ísleifs, Jón B. K. Ransu, Páll Ívan frá Eiðum, Birna Daníelsdóttir, Salvör Sólness, Megan Auður, Kata Inga, Anton Lyngdal, Árni Valur Axfjörð, Laura Valentino, Björn Heimir, Oliver Benonysson, Ósk Gunnlaugsdóttir, Fríða Katrín Bessadóttir, Omar Thor, Boris Kourtoukov, Unnur Andrea og María Sjöfn. „Fyrirbæri er multíkomplex sem hýsir vinnustofur og sýningarrými fyrir listamenn í hjarta Reykjavíkurborgar,“ segir í tilkynningu, en húsnæðið er við Ægisgötu.
Sýningin, sem stendur til 29. ágúst, er opin um helgar kl. 15-18.