— AFP/Anwar Amro
Liðsmenn líbanska danshópsins Mayyas komu fram í Beirút í vikunni og sýndu dansverkið Qoumi eða Upprás. Arabískt nafn hópsins mætti þýða sem „tilkomumikið göngulag ljónynjunnar“. Mayyas öðlaðist töluverða frægð þegar hópurinn vann 17

Liðsmenn líbanska danshópsins Mayyas komu fram í Beirút í vikunni og sýndu dansverkið Qoumi eða Upprás. Arabískt nafn hópsins mætti þýða sem „tilkomumikið göngulag ljónynjunnar“.

Mayyas öðlaðist töluverða frægð þegar hópurinn vann 17. þáttaröðina af America's Got Talent árið 2022. Hann er aðeins skipaður konum og telur um 36 dansara. Listrænn stjórnandi er Nadim Cherfan.