Ævintýri Íslandsvinurinn, hrollvekjandinn og ævintýraunnandinn Eli Roth er hvergi af baki dottinn og nefnist nýjasta mynd hans Borderlands. „Eftir endurkomu á plánetuna Pandoru fær hinn alræmdi útlagi Lilith hættulegt verkefni og myndar bandalag (og mögulegan vinskap) við aðra glæpamenn, þar á meðal málaliðann Roland, sprengjusérfræðinginn Tiny Tina og félaga hennar Krieg, en einnig klikkaða vísindamanninn Tannis og brandaravélmennið Claptrap,“ segir í kynningu en myndin verður frumsýnd í næstu viku. Harðsnúið lið leikara fer með helstu hlutverkin, þau Cate Blanchett, Kevin Hart, Jack Black, Florian Munteanu og Jamie Lee Curtis.