Cate Blanchett leikur í Borderlands.
Cate Blanchett leikur í Borderlands. — AFP/Loic Venance
Ævintýri Íslandsvinurinn, hrollvekjandinn og ævintýraunnandinn Eli Roth er hvergi af baki dottinn og nefnist nýjasta mynd hans Borderlands. „Eftir endurkomu á plánetuna Pandoru fær hinn alræmdi útlagi Lilith hættulegt verkefni og myndar…

Ævintýri Íslandsvinurinn, hrollvekjandinn og ævintýraunnandinn Eli Roth er hvergi af baki dottinn og nefnist nýjasta mynd hans Borderlands. „Eftir endurkomu á plánetuna Pandoru fær hinn alræmdi útlagi Lilith hættulegt verkefni og myndar bandalag (og mögulegan vinskap) við aðra glæpamenn, þar á meðal málaliðann Roland, sprengjusérfræðinginn Tiny Tina og félaga hennar Krieg, en einnig klikkaða vísindamanninn Tannis og brandaravélmennið Claptrap,“ segir í kynningu en myndin verður frumsýnd í næstu viku. Harðsnúið lið leikara fer með helstu hlutverkin, þau Cate Blanchett, Kevin Hart, Jack Black, Florian Munteanu og Jamie Lee Curtis.