Xander Schauffele frá Bandaríkjunum, Hideki Matsuyama frá Japan og Tommy Fleetwood frá Bretlandi eru efstir og jafnir eftir annan golfhring Ólympíuleikanna í París en þeir eru allir á ellefu höggum undir pari vallarins
Xander Schauffele frá Bandaríkjunum, Hideki Matsuyama frá Japan og Tommy Fleetwood frá Bretlandi eru efstir og jafnir eftir annan golfhring Ólympíuleikanna í París en þeir eru allir á ellefu höggum undir pari vallarins. Spánverjinn Jon Rahm er næstur á níu undir pari. Scottie Scheffler frá Bandaríkjunum, efsti maður heimslistans, er í tíunda sæti á sex höggum undir pari og einu höggi á eftir honum er Rory McIlroy, sem keppir fyrir Írland.