Högg af eldingu er önnur merking orðsins reiðarslag og á að vonum sjaldan við hér á landi. Hin er þungt áfall. Einmitt: þungt. Mikil vaxtahækkun húsnæðislána er dæmi um reiðarslag
Högg af eldingu er önnur merking orðsins reiðarslag og á að vonum sjaldan við hér á landi. Hin er þungt áfall. Einmitt: þungt. Mikil vaxtahækkun húsnæðislána er dæmi um reiðarslag. En áföll geta verið afstæð: „Teskömmtunin kom eins og reiðarslag“ segir í Úrvali 1942. Það var í Bretlandi, í síðari heimsstyrjöld.