Málað Sveinn Björnsson árið 1956.
Málað Sveinn Björnsson árið 1956.
Akademia nefnist sýning sem opnuð hefur verið í Sveinssafni í Sveinshúsi í Krýsuvík. Um er að ræða fyrri sýningu safnsins af tveimur fyrirhuguðum í tilefni af því að Sveinn Björnsson hefði orðið 100 ára 19

Akademia nefnist sýning sem opnuð hefur verið í Sveinssafni í Sveinshúsi í Krýsuvík. Um er að ræða fyrri sýningu safnsins af tveimur fyrirhuguðum í tilefni af því að Sveinn Björnsson hefði orðið 100 ára 19. febrúar 2025. Þetta kemur fram í tilkynningu frá safninu.

„Þessi 11. sýning Sveinssafns er um upphaf Sveins Björnssonar sem listamanns, sjómanninn sem „varð fyrir vitrun“ á vetrarvertíðinni á Halamiðum 1948 með þeim afleiðingum að hann breyttist smám saman úr sjómanni í listamann. Hún er einnig um margslungið samband Sveins og listakonunnar Júlíönu Sveinsdóttur, frænku hans, sem var ígildi akademíu hans eins og sjórinn. Í þriðja lagi er Akademia um námsdvöl Sveins á sjálfri akademíunni í Kaupmannahöfn veturinn 1956-57. Hin sýningin í tilefni af 100 ára afmælinu verður sett upp á næsta ári og mun fjalla um endalokin á listferlinum þegar afstraktið hafði tekið yfir í formi listafantasíu, sem listamaðurinn nefndi svo,“ segir í tilkynningu frá safninu.

Sýningin er opin fyrsta sunnudag í mánuði til og með 1. september milli kl. 13 og 17.30. Að auki geta hópar komið á öðrum tíma samkvæmt samkomulagi við aðstandendur safnsins.