Halla Tómasdóttir, nýr forseti Íslands, sótti Vestmannaeyjar heim í gær þar sem Þjóðhátíð í Eyjum fagnar 150 ára afmæli um verslunarmannahelgina. Þar var hún viðstödd setningarathöfnina í gær og hlýddi á ræður Eyjamanna og ræddi við gesti.
„Við vildum sýna Eyjafólki virðingu fyrir að standa að og halda þessa mikilvægu kynslóðahátíð,“ sagði Halla í samtali við Morgunblaðið. „Það er mikilvægt að vera saman um verslunarmannahelgina þar sem allt að fjórar kynslóðir eru algeng sjón.“
Halla verður þó í Reykjavík um helgina en segir í gríni að börnin verði fulltrúar embættisins á Þjóðhátíð. Áður en hún hélt aftur til Reykjavíkur stoppaði hún í Borgarnesi og heimsótti unglingalandsmót UMFÍ sem hófst í gær.