Stefanía Lóa Valentínusdóttir var fædd í Reykjavík 17. júní 1932. Hún lést 26. júlí 2024.

Hún var dóttir Ástríðar Kristínar Bjarnadóttur, f. 14. janúar 1900, og Valentínusar Magnússonar, f. 19. júní 1900, d. 23. október 1942. Systkini Stefaníu frá föður voru Jón Tryggvi Valentínusson, f. 11. febrúar 1928, d. 20. desember 2013, Auðrún Sjöfn Valentínusdóttir, f. 31. desember 1938 í Reykjavík, d. 26. desember 2013. Sammæðra systkini eru Kristinn Vilhjálmsson, f. 2. ágúst 1928, d. 1. mars 1958, Jóhanna B. Snæfeld, f. 22. mars 1935, d. 5. september 2014, Sigurveig Jóhannsdóttir, f. 16. júlí 1939.

Stefanía eignaðist fimm börn: 1) Bjarni Ragnar Magnússon, f. 28. september 1951, d. 9. ágúst 2023. Hann var giftur Maríu Jakobsdóttur, f. 24. október 1954, d. 24. júní 2022. Þau áttu þrjú börn og fjögur barnabörn. 2) Sólveig Sigríður Magnúsdóttur, f. 4. mars 1954. Maki Oddur Hannesson, f. 17. júní 1953. Börn Sólveigar eru fjögur, hún á tíu barnabörn og eitt langömmubarn. 3) Ástríður Helga Helgadóttir, f. 25. ágúst 1958. Hún á fjögur börn og sjö barnabörn.

Stefanía Lóa giftist Sveini Guðmundssyni og eignaðist með honum tvö börn: 4) Lucia Kristín Sveinsdóttir, f. 23 mars 1965. Kristín á þrjú börn og fimm barnabörn. 5) Sævar Þór Sveinsson, f. 3. janúar 1972. Unnusta hans er Neringa Naudziuniene, f. 8. febrúar 1984. Þau eiga einn son, fyrir átti Neringa þrjú börn sem eru fósturbörn Sævars.

Stefanía átti fimmtán barnabörn, tuttugu og fimm langömmubörn og eitt langalangömmubarn. Yngsta ömmubarn Stefaníu er Sævar Þór Sævarsson, f. 29. mars 2021. Fyrsta og eina langalangömmubarnið hennar er Karítas Eir, f. 27 maí 2020.

Stefanía verður jarðsungin í dag, 7. ágúst 2024, frá Lindakirkju klukkan 13.

Kær vinkona okkar er kvödd í dag. Við bræðrabörnin úr Skólabrú 2 munum ekki eftir okkur án þess að hún væri nærri. Heimili afa og ömmu var stórt og á þessum tímum var fólk ráðið til að létta undir. Á meðal þeirra var Lóa. Við mynduðum fljótlega tengsl við hana sem entust alla tíð. Henni var annt um okkur sem sýndi sig á sinn fallega hátt í verki með símtölum sem fólu í sér bænir til okkar „krakkanna“. Þau enduðu öll á óskum um að Guð væri með okkur. Allt skipti þetta máli og eftir símtal við Lóu leið manni betur.

Hlýjar kveðjur til ykkar barna og allra afkomenda.

Bræðrabörnin í Skólabrú 2,

Einar Baldvin Stefánsson.