Norður ♠ Á964 ♥ D ♦ 6 ♣ ÁDG9765 Vestur ♠ K8 ♥ G1084 ♦ KG109852 ♣ -- Austur ♠ D1052 ♥ K9763 ♦ 43 ♣ 102 Suður ♠ G73 ♥ Á52 ♦ ÁD7 ♣ K843 Suður spilar 6♣

Norður

♠ Á964

♥ D

♦ 6

♣ ÁDG9765

Vestur

♠ K8

♥ G1084

♦ KG109852

♣ --

Austur

♠ D1052

♥ K9763

♦ 43

♣ 102

Suður

♠ G73

♥ Á52

♦ ÁD7

♣ K843

Suður spilar 6♣.

„Í hverri sveit sem eitthvað kveður að í bandarískum brids er einn kostari og fimm kostgangarar.“ Magnús mörgæs telur víst að Kiki Ward-Platt sé kostari. Hún sást fyrst á hinu alþjóðlega leiksviði árið 2015 og hefur stundum náð ágætum árangri, nú síðast í Spingold-keppninni í Toronto þar sem sveit hennar endaði í öðru sæti. Kiki missti af vinningsleiðinni í slemmunni að ofan frá 8-liða úrslitum. Útspilið var hjartagosi.

Vinningsleiðin felst í því að hreinsa upp rauðu litina og spila svo spaðaás og spaða. Vestur er þá varnarlaus með kónginn annan. Annar möguleiki er að treysta á spaðahjónin í austur – spila litum spaða úr borði að gosanum eftir nauðsynlegan undirbúning. Það gengur ekki.

„Hvað gerði Kiki?“ vildi Óskar ugla vita.

„Tölum ekki um það,“ svaraði Magnús og hellti kaffi í bollana.