Söngvari Steven Tyler.
Söngvari Steven Tyler. — Ljósmynd/Gage Skidmore, Wikimedia
Hljómsveitarmeðlimir Aerosmith tilkynntu um helgina að þeir væru hættir við kveðjutónleikaferð sveitarinnar vegna raddmeiðsla forsöngvarans, Stevens Tyler. Þessu greinir CBS News frá

Hljómsveitarmeðlimir Aerosmith tilkynntu um helgina að þeir væru hættir við kveðjutónleikaferð sveitarinnar vegna raddmeiðsla forsöngvarans, Stevens Tyler. Þessu greinir CBS News frá. Í yfirlýsingu frá sveitinni kemur fram að rödd Tylers sé hljóðfæri engu öðru líkt. „Hann hefur mánuðum saman sleitulaust unnið að því að koma rödd sinni í það form sem hún var í áður en hann hlaut meiðslin. Því miður hefur nú komið í ljós að það er ógjörningur. Af þeim sökum höfum við tekið þá erfiðu og sorglegu en nauðsynlegu ákvörðun að aflýsa tónleikaferðinni.“ Í frétt CBS News er rifjað upp að Tyler hafi hlotið meiðsli á raddböndum sínum í september í fyrra og af þeim sökum hafi þurft að fresta kveðjutónleikaferð sveitarinnar.