Margt má margt segja um Ólympíuleikana í París. Vafalalaust er að þarlendir höfðu ríkulegan metnað til að gera leikana sem glæsilegasta og kosta verulegu fé til þess að svo mætti verða. Það var einkum tvennt sem fór úr skorðum, þrátt fyrir vilja til að gera allt sem glæsilegast og verða París og frönsku þjóðinni til sóma.

Margt má margt segja um Ólympíuleikana í París. Vafalalaust er að þarlendir höfðu ríkulegan metnað til að gera leikana sem glæsilegasta og kosta verulegu fé til þess að svo mætti verða. Það var einkum tvennt sem fór úr skorðum, þrátt fyrir vilja til að gera allt sem glæsilegast og verða París og frönsku þjóðinni til sóma.

Óviðráðanlegt úrhelli setti stórt strik í opnunina og varð til þess hugmyndin um siglingu á Signu fór illa og tók allt of langan tíma, fyrir þátttakendur og áhorfendur. Þetta mikla fljót breyttist í hálfgerða forarvilpu og var ófært að nýta ána, að hluta sem keppnisvettvang í sundgreinum, eins og til stóð. Hin listrænu atriði mæltust illa fyrir og þóttu þunglamaleg og of mikið um endurtekningar og hvers konar skrípalæti sem náðu ekki til fólks. En lökust var þó uppsetning atriðis, sem virtist helst sett á svið til að misbjóða kristnum mönnum nær og fjær. Og réttlæting þessa ógeðfellda tiltækis var helst sú, að ekki hefði verið óhætt að ögra öðrum alþjóðlegum trúarhreyfingum, án þess að bjóða hættunni heim og líkast til yrði hún í þeim mæli, að það yrði aldrei aftur tekið og sennilega yrði nauðsynlegt að falla frá öllum atburðum til næstu 4 ára.

En íþróttafólkið bjargaði því sem bjarga mátti og áhorfendur voru jafnan mjög vel með á nótunum. Nefna má sem dæmi að margir þjóðhöfðingjar gáfu sér góðan tíma til að fylgjast með sínu fólki og samfagna því þegar vel vel tókst til. Danski kóngurinn og sá sænski, fengu prýðileg tækifæri til að klappa sínum keppendum lof í lófa og samgleðjast þeim. Ógleymanlegt var að fylgjast með Svíanum Armand Duplantis stökka margoft á stöng og bæta sig sífellt og flest stökkin fór hann í einni tilraun. En Svíinn þurfti þrjár tilraunir í lokin. Þá bætti hann heimsmetið í stangarstökki í 6 metra og 25 sentimetra, en fyrra heimsmetið átti hann sjálfur.

Sjálfsagt hefur ýmsum verið hugsað til eins fræknasta frjálsíþróttamanns Íslendinga, Valbjörns Þorlákssonar, sem gerði það gott í stangarstökki og tugþraut. Hann keppti á þrennum Ólympíuleikum, í Róm 1960, Tókíó 1964 og Mexíkó 1968. Fyrstu stöngina sína skar hann úr árarblaði sem hann tálgaði til. Valbjörn varð heimsmeistari öldunga í Þýskalandi 1979 og var þá 45 ára gamall. Valbjarnarvöllur í Reykjavík er nefndur eftir honum.