Besta deildin
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Víkingur úr Reykjavík skoraði fimm mörk á fimmtíu mínútum þegar liðið tók á móti Tindastóli í 17. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í Fossvoginum í gær.
Leiknum lauk með stórsigri Víkings, 5:1, en Linda Líf Boama skoraði tvívegis fyrir Víkinga á fyrstu sex mínútum leiksins. Víkingar bættu við tveimur mörkum til viðbótar um miðjan síðari hálfleikinn áður en Shaina Ashouri bætti við fimmta markinu í upphafi síðari hálfleiks.
Með sigrinum jöfnuðu Víkingar lið Þór/KA að stigum og eru nýliðarnir komnir í fjórða sæti deildarinnar eftir brösótta byrjun á tímabilinu.
Tindastóll er hins vegar áfram í áttunda sætinu með 12 stig og hefur þriggja stiga forskot á Fylki, sem er í níunda sætinu og á leik til góða á Sauðkrækinga.
Linda Líf Boama hefur skorað fimm mörk í 10 leikjum í sumar og er markahæsti leikmaður Víkinga ásamt Hafdísi Báru Höskuldsdóttur og Shainu Ashouri.
Þetta var þriðji sigurleikur Víkinga í röð og hefur liðið fengið 13 stig af 15 mögulegum úr síðustu fimm leikjum sínum.
Sandra hetjan á Akureyri
Sandra María Jessen bjargaði stigi fyrir Þór/KA þegar liðið tók á móti Stjörnunni á Akureyri en leiknum lauk með jafntefli, 2:2.
Akureyringar komust yfir í leiknum en Garðbæingar svöruðu og komust í 2:1. Á 82. mínútu átti Hulda Ósk Jónsdóttir frábæra sendingu frá hægri og Sandra María var rétt kona á réttum stað og skallaði boltann í stöngina og inn.
Jafntefli gerir lítið fyrir bæði lið og er Þór/KA nú í þriðja sætinu, 14 stigum á eftir toppliði Vals, og 13 stigum á eftir Breiðabliki en toppliðin eiga bæði leik til góða á Akureyringa.
Stjarnan fór upp fyrir Þrótt úr Reykjavík að stigum og er nú í sjötta sætinu með 21 stig en Þróttarar eiga leik til góða á Garðbæinga sem eiga það á hættu að enda í neðri hluta deildarinnar.
Sandra María skoraði sitt 18. mark í deildinni í 17 leikjum og er langmarkahæst en Sauðkrækingurinn Jordyn Rhodes er næstmarkahæst með 10 mörk.
Eftir góða byrjun á mótinu hefur Þór/KA aðeins fengið 5 stig af 15 mögulegum úr síðustu fimm leikjum sínum.
Ótrúleg endurkoma FH
Það var sannkölluð markaveisla suður með sjó þegar Keflavík tók á móti FH í Keflavík en leiknum lauk með ótrúlegum sigri Hafnfirðinga, 4:3.
Keflavík leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 3:0, en FH tókst að snúa leiknum sér í vil í síðari hálfleik og Breukelen Woodard skoraði sigurmarkið með frábæru skoti, rétt utan teigs, og tryggði FH ótrúlegan sigur.
Hafnfirðingar fjarlægðust neðri hlutann með sigrinum og eru með 25 stig í fimmta sætinu en Keflavík er sem fyrr í tíunda og neðsta sæti deildarinnar með 9 stig.
Þetta var annar sigur Hafnfirðinga í röð en Keflavík var að tapa sínum fimmta leik í röð.
Víkingur – Tindastóll 5:1
1:0 Linda Líf Boama 3.
2:0 Linda Líf Boama 6.
3:0 Bergdís Sveinsdóttir 20.
4:0 Freyja Stefánsdóttir 23.
5:0 Shaina Ashouri 50.
5:1 Elísa Bríet Björnsdóttir 89.
m m
Linda Líf Boama (Víkingi)
m
Bergdís Sveinsdóttir (Víkingi)
Shaina Ashouri (Víkingi)
Freyja Stefánsdóttir (Víkingi)
Emma Steinsen (Víkingi)
Dómari: Frederikke Sökjær – 7.
Áhorfendur: Um 75.
ÞÓR/KA – STJARNAN 2:2
1:0 Margrét Árnadóttir 38.
1:1 Hrefna Jónsdóttir 40.
1:2 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir 56.
2:2 Sandra María Jessen 82.
m
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir (Þór/KA)
Margrét Árnadóttir (Þór/KA)
Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Sandra María Jessen (Þór/KA)
Erin Katrina McLeod (Stjörnunni)
Hannah Sharts (Stjörnunni)
Hulda Hrund Arnarsdóttir (Stjörnunni)
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (Stjörnunni)
Jessica Ayers (Stjörnunni)
Dómari: Sveinn Arnarsson – 9.
Áhorfendur: 167.
KEFLAVÍK – FH 3:4
1:0 Ariela Lewis 8.
2:0 Saorla Miller 28.
3:0 Ariela Lewis 30.
3:1 Snædís María Jörundsdóttir 56.
3:2 Hldur Katrín Snorradóttir 71.
3:3 Elísa Lana Sigurjónsdóttir 77.
3:4 Breukelen Woodard 89.
m m
Ariela Lewis (Keflavík)
Elísa Lana Sigurjónsdóttir (FH)
m
Saorla Miller (Keflavík)
Melanie Forbes (Keflavík)
Arna Eiríksdóttir (FH)
Snædís María Jörundsdóttir (FH)
Breukelen Woodard (FH)
Dómari: Stefán R. Guðlaugsson – 5.
Áhorfendur: 80.