Anton Ari Einarsson átti frábæran leik í marki Breiðabliks þegar liðið heimsótti Val á Hlíðarenda í frestuðum leik úr 16. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á Hlíðarenda í gær en leiknum lauk með sigri Breiðabliks, 2:0.
Valsmenn fengu hættulegri færi í fyrri hálfleik en Damir Muminovic kom Blikum yfir á 38. mínútu af stuttu færi úr teignum eftir hornspyrnu Höskuldar Gunnlaugssonar.
Jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik en á 67. mínútu slapp Ísak Snær Þorvaldsson í gegn um vörn Valsmanna eftir vandræðagang í öftustu víglínu. Ísak gerði engin mistök og skoraði af öryggi fram hjá Ögmundi Kristinssyni í marki Vals.
Með sigrinum minnkaði Breiðablik forskot Víkings úr Reykjavík í einungis þrjú stig á toppi deildarinnar en Víkingar eru með 40 stig og Blikar 37 stig.
Valsmenn, sem hefðu með sigri í gær getað jafnað Breiðablik að stigum, eru með 31 stig í þriðja sætinu, þremur stigum meira en nýliðar ÍA sem eru í fjórða sæti deildarinnar.
VALUR – BREIÐABLIK 0:2
1:0 Damir Muminovic 38.
2:0 Ísak Snær Þorvaldsson 67.
m m
Anton Ari Einarsson (Breiðabliki)
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðabl.)
m
Jakob Franz Pálsson (Val)
Bjarni Mark Duffield (Val)
Gylfi Þór Sigurðsson (Val)
Damir Muminovic (Breiðabliki)
Kristinn Jónsson (Breiðabliki)
Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Andri Rafn Yeoman (Breiðabliki)
Dómari: Vilhjálmur A. Þórarins. – 8.
Áhorfendur: 821.