Framkvæmdir við endurbætur á flugvellinum á Blönduósi eru hafnar. Skipt verður um klæðningu á flugbrautinni og flughlaði, auk þess sem skipt verður um jarðveg eins og fram kom hér í blaðinu í júlí.
Fréttaritari Morgunblaðsins tók meðfylgjandi mynd af framkvæmdunum í blíðskaparveðri en áætlað er að verkið taki tvær vikur. Dótturfélag Isavia, Isavia Innanlandsvellir, heldur utan um framkvæmdina og er hún hluti af samgönguáætlun.
Blönduósflugvöllur er 970 metrar á lengd og 27 metrar á breidd. Að framkvæmdunum loknum á völlurinn að vera betur í stakk búinn til að sinna sjúkraflugi og öðrum brýnum verkefnum sem tryggi öryggi á svæðinu.