Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir að almenningur á Íslandi eigi ekki á hættu að greinast með apabólu, eða MPX-veiruna, en fylgjast þurfi með þróun mála. Þrátt fyrir að líkur á útbreiðslu á Íslandi séu litlar útilokar sóttvarnalæknir ekki að veiran gæti borist hingað. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur lýst yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna mikillar fjölgunar tilfella. Er þetta í annað sinn sem gefin er út viðvörun vegna veirunnar. Bóluefni er fyrir hendi fyrir viðkvæma hópa en ekki er mælt með almennri bólusetningu að sögn sóttvarnalæknis.
Um nýtt stökkbreytt afbrigði MPX-veirunnar er að ræða og nefnist það 1b. Eitt tilfelli greindist í Svíþjóð í gær, er það fyrsta tilfellið sem greinist utan Afríku. » 14