Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er á leiðinni í læknisskoðun hjá ítalska A-deildarfélaginu Fiorentina og mun að öllu óbreyttu ganga í raðir félagsins fyrir helgi. Það er ítalski félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem greinir frá…
Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er á leiðinni í læknisskoðun hjá ítalska A-deildarfélaginu Fiorentina og mun að öllu óbreyttu ganga í raðir félagsins fyrir helgi. Það er ítalski félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem greinir frá þessu en Fiorentina fær Albert á lánssamningi frá Genoa með kaupmöguleika eftir tímabilið. Fiorentina endaði í áttunda sæti ítölsku A-deildarinnar á síðustu leiktíð.