[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Huga þarf að mörgu við upphaf skólaársins. Góð taska sem rúmar allt það helsta ætti að vera efst á lista því hana muntu burðast með dag hvern. Það er mikið úrval af alls konar töskum í verslunum hér á landi, bæði af fartölvutöskum og praktískum bakpokum

Huga þarf að mörgu við upphaf skólaársins. Góð taska sem rúmar allt það helsta ætti að vera efst á lista því hana muntu burðast með dag hvern. Það er mikið úrval af alls konar töskum í verslunum hér á landi, bæði af fartölvutöskum og praktískum bakpokum. Þegar kemur að fatnaði þá er sniðugt að hafa þægindin í fyrirrúmi og velja flíkur með mikið notagildi. Hlý peysa og stór yfirskyrta passa við flest og hvítir strigaskór eru alltaf í tísku. Fyrir þá sem nota lesgleraugu getur verið skemmtilegt að velja þau í öðrum lit en svörtum. Svo eru það aukahlutir eins og fallegur brúsi, stílabók og penni í stíl sem gera skólabyrjunina mun gleðilegri.