Norður
♠ ÁD10974
♥ D95
♦ 43
♣ G3
Vestur
♠ G
♥ ÁG84
♦ Á62
♣ ÁD765
Austur
♠ 8
♥ K106
♦ D98
♣ K109842
Suður
♠ K6532
♥ 732
♦ KG1075
♣ –
Hvað á suður að segja?
Lesandanum er boðið að taka sér stöðu með spekingunum 29 í The Bridge World og velja sögn fyrir suður: Suður passar í byrjun, vestur opnar á Standard-laufi, norður hindrar í 2♠ og austur segir 3♣. Hvað nú?
Alan Graves: 3♦. Ég vildi gjarnan fá út tígul gegn 5-6♣ þegar þokunni léttir.
Jeff Rubens: 3♠. Ég sé ekki að það þjóni tilgangi að koma tíglinum í umferð. Makker á í mesta lagi tvo tígla, því hann virðist eiga þrílit í hjarta og varla minna en tvö lauf.
Joe Grue: 4♦. Sýnir mikla skiptingu með tígul til hliðar við spaða. Makker getur þá betur metið framhaldið. Ef hann kýs að verjast hef ég ekkert á móti tígulútspili.
Philip Alder: 4♠. Stuðningsstökk í 4♦ freistar, en ég vil ekki gefa andstæðingunum færi á 4♥.
Atkvæði spekinganna: 4♦=14, 4♠=7, 3♦=6, 3♠=2.