Sumarjazztónleikaröð veitingastaðarins Jómfrúarinnar við Lækjargötu heldur áfram á morgun, laugardaginn 17. ágúst, klukkan 15. Þar verður flutt dagskrá til heiðurs aldarafmælum söngstjörnunnar Söruh Vaughn og kvikmyndatónskáldsins Henris Mancinis

Sumarjazztónleikaröð veitingastaðarins Jómfrúarinnar við Lækjargötu heldur áfram á morgun, laugardaginn 17. ágúst, klukkan 15. Þar verður flutt dagskrá til heiðurs aldarafmælum söngstjörnunnar Söruh Vaughn og kvikmyndatónskáldsins Henris Mancinis. Í tilkynningu segir að í fararbroddi verði söngkonan Rebekka Blöndal og píanóleikarinn og söngvarinn Karl Olgeirsson. Jóel Pálsson leikur síðan á saxófón og Nico Moreaux á kontrabassa.