Ytri-Njarðvíkurkirkja
Ytri-Njarðvíkurkirkja — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
AKUREYRARKIRKJA | Upphaf vetrarstarfsins. Fjölskyldumessa kl. 11. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Umsjón Tinna Hermannsdóttir æskulýðsfulltrúi, sr. Hildur Eir Bolladóttir og Eyþór Ingi Jónsson organisti

AKUREYRARKIRKJA | Upphaf vetrarstarfsins. Fjölskyldumessa kl. 11. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Umsjón Tinna Hermannsdóttir æskulýðsfulltrúi, sr. Hildur Eir Bolladóttir og Eyþór Ingi Jónsson organisti.

ÁRBÆJARKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta sunnudag kl. 11. Nýtt sunnudagaskólaefni kynnt. Jón Víðis töframaður kemur í heimsókn og sýnir listir sínar. Sr. Þór Hauksson og sr. Dagur Fannar Magnússon ásamt Ingunni Björk Jónsdóttur djákna. Organisti er Krisztina Kalló Szklenár. Boðið upp á djús og kaffi í lokin

ÁSKIRKJA | Messa kl. 13. Sr. Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur. Organisti er Bjartur Logi Guðnason. Hressing á Ási eftir messu. Athugið að ekki verður sunnudagaskóli í Áskirkju í vetur.
Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 14.15. Séra Sigurður Jónsson þjónar. Organisti er Bjartur Logi Guðnason.

BESSASTAÐAKIRKJA | Bessastaðasókn í Garðakirkju. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Hljómsveitin Lærisveinar Hans. Upphaf barnastarfs Bessastaðasóknar að hausti. Guðsþjónusta fyrir fermingarbörn og foreldra þeirra kl. 14. Álftanesskórinn syngur. Léttar veitingar í boði Lionsklúbbsins Seyla að athöfn lokinni. Þau sr. Hans Guðberg, Vilborg Ólöf djákni og Ástvaldur organisti þjóna við athafnir. Bessastaðakirkja er lokuð sem stendur vegna lagfæringa og við verðum í Garðakirkju á meðan viðgerðir standa yfir.

BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Félagar úr kór Breiðholtskirkju leiða tónlistina undir stjórn Arnar Magnússonar organista. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu á sama tíma. Ensk messa alþjóðlega safnaðarins kl. 14.

BÚSTAÐAKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 þar sem barnasálmarnir og sunnudagaskólalögin verða sungin. Jónas Þórir situr við flygilinn og Kammerkór Bústaðakirkju leiðir söng. Marteinn Snævarr Sigurðsson tenór syngur einsöng. Sr. Sigríður Kristín leiðir stundina.

DIGRANESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Gróa Hreinsdóttir er organisti og sr. Alfreð þjónar. Íþrótta- og sunnudagaskóli kl. 11. Ásdís og Sigríður Sól leiða stundina. Súpa í safnaðarheimili eftir stundirnar.

DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11, sr. Sveinn Valgeirsson, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn.

EGILSSTAÐAKIRKJA | Í tilefni af 50 ára afmæli Egilsstaðakirkju í ár hefjum við vetrarstarfið með Afmælishátíð barnanna 8. september kl. 10.30 í boði Lionsklúbbsins Múla. Sérstakur gestur verður Einar Aron töframaður!
Hátíðin markar jafnframt upphaf sunnudagaskólans í Egilsstaðakirkju í vetur sem verður að vanda alla sunnudaga kl. 10.30. Afmæliskaka og pylsur fyrir alla í lokin!

FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Arnhildur Valgarðsdóttir organisti leiðir tónlistina ásamt félögum úr kór Fella- og Hólakirkju.

FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Séra Hjörtur Magni safnaðarprestur Fríkirkjunnar leiðir stundina. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða tónlistina ásamt Gunnari Gunnarssyni, organista.

GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta sunnudag kl. 11. Sr. Bryndís Malla Elídóttir setur sr. Örnu Ýrr Sigurðardóttur í embætti sóknarprests og sr. Aldísi Rut Gísladóttur í embætti prests. Kórar Grafarvogskirkju leiða söng. Organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir. Sunnudagaskóli er á sama tíma á neðri hæð kirkjunnar.

GRENSÁSKIRKJA | Messa sunnudag kl. 11, gengið verður til altaris. Kirkjukór Grensáskirkju syngur undir stjórn Ástu Haraldsdóttur, organista. Sr. Þorvaldur Víðisson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum.

GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðsþjónusta 8. september kl. 14 í hátíðarsal Grundar. Prestur er Auður Inga Einarsdóttir heimilisprestur. Félagar úr Grundarkórnum leiða söng undir stjórn Kristínar Waage organista.

GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Fjölskylduguðsþjónusta 8. september kl. 11, hefst þá barnastarfið í Guðríðarkirkju. Sr. Leifur Ragnar leiðir stundina og Arnhildur er organisti og Lovísa kirkjuvörður.

HAFNARFJARÐARKIRKJA | Fermingarbörn sjá um guðsþjónustuna kl. 11 ásamt sr. Jónínu Ólafsdóttur og Yrju Kristjánsdóttur. Organisti er Kári Þormar. Barbörukórinn syngur. Fermingarbörn bjóða upp á kókoskúlur.

HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson: Félagar úr Kór Hallgrímskirkju leiða söng. Eftir messu opnun á sýningunni Hallgrímshorfur. Myndlistarsýning á verkum Hallgerðar Hallgrímsdóttur, unnin út frá lífi og list Hallgríms Péturssonar og samþætt sex kirkjustöðum sem tengjast honum. Sýningarstjóri er Inga Jónsdóttir.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kordía, kór Háteigskirkju syngur. Organisti er Erla Rut Káradóttir. Heitt á könnunni og djús í safnaðarheimilinu að messu lokinni.

HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa kl. 20. Gróa Hreinsdóttir er organisti og sr. Alfreð þjónar. Kaffi og spjall eftir messu.

HJÚKRUNARHEIMILIÐ Skjól | Guðsþjónusta kl. 14.15. Sr. Sigurður Jónsson þjónar. Organisti er Bjartur Logi Guðnason.

HÓLADÓMKIRKJA | Þjóðbúningamessa kl. 11 í tengslum við fjallkonuhátíð í Skagafirði 7.-8. sept. Sr. Halla Rut Stefánsdóttir þjónar fyrir altari. Organisti er Jóhann Bjarnason.

KÓPAVOGSKIRKJA | Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson leiðir ásamt leiðtogum í barna- og æskulýðsstarfi Kópavogskirkju.

LANGHOLTSKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Félagar úr söngsveitinni Fílharmoníu syngja í messunni undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista. Ásta Ingibjörg Pétursdóttir prestur þjónar og prédikar. Sunnudagaskólann leiðir Sara Grímsdóttir söngkona. Eftir messu er boðið upp á léttan hádegisverð.

LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Sigurður Jónsson þjónar og prédikar. Elísabet Þórðardóttir og Kór Laugarneskirkju annast tónlistarflutning. Kaffi í safnaðarheimilinu á eftir.

LÁGAFELLSKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 13 - upphaf barnastarfsins. Tónlist: Hafdís Huld og Alisdair Wright. Umsjón sr. Henning Emil Magnússon og leiðtogar í barnastarfi. Í lokin verður hressing í skrúðhúsi og krakkarnir fá friðarkórónu með sér heim í gjöf frá kirkjunni. Sunnudagaskólinn verður svo á sínum stað, á sama tíma í allan vetur.

NESKIRKJA | Messa og upphaf barnastarfs kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir leiðir barnastarfið sem hefst á sama tíma og messan. Börnin fara svo inn í safnaðarheimilið. Prestur er Skúli S. Ólafsson og ræðir hann hina kunnu sögu um Gullkálfinn. Kaffi á Torginu.

ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Fjölskyldumessa 8. september kl. 14. Sr. Pétur þjónar fyrir altari og Vox Gospel sér um sönginn undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar. Eftir messu verður börnunum boðið að skemmta sér í hoppukastala, pylsur í boði.

SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Gunnar Jóhannesson þjónar og prédikar. Kór Selfosskirkju leiðir kirkjusönginn undir stjórn Edit Molnár.

SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11, Siggi Már og Árni Þór leiða stundina og Tommi spilar á píanóið. Guðsþjónusta kl. 13, sr. Sigurður Már Hannesson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Seljakirkju leiða safnaðarsöng undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar, organista.

SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorgunn kl. 10. Guðrún Ágústsdóttir, hópstjóri, rifjar upp minningar af afa sínum og ömmu, sr. Bjarna Jónssyni og frú Áslaugu Ágústsdóttur. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja. Kaffiveitingar eftir athöfn í safnaðarheimilinu. Á miðvikudag er morgunkaffi kl. 9-11. Kyrrðarstund kl. 12. Léttar veitingar á eftir.

SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11. Bergþóra Ragnarsdóttir annast barnastund, sögu og föndurstund í messunni. Jón Bjarnson er organisti. Almennur söngur og barnalög í bland við sálma. Kaffi og súpa á eftir í Gestastofunni. Sr. Kristján Björnsson þjónar fyrir altari og prédikar.

STOKKSEYRARKIRKJA | Kvöldmessa kl. 20. Sr. Gunnar Jóhannesson þjónar og prédikar. Kór Stokkseyrarkirkju leiðir kirkjusönginn undir stjórn Hauks Gíslasonar.

VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Minningarstund 8. sept. kl. 17 í tilefni af Alþjðlegum forvarnardegi sjálfsvíga. Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir verkefnastjóri sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis flytur hugvekju. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og Edda Sólveig Þórarinsdóttir syngur einsöng. Sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur leiðir stundina.