Norður ♠ 6 ♥ KD108652 ♦ ÁG ♣ Á109 Vestur ♠ 109742 ♥ G7 ♦ K10 ♣ DG53 Austur ♠ – ♥ 94 ♦ D9876542 ♣ K85 Suður ♠ ÁKDG853 ♥ Á3 ♦ 3 ♣ 742 Suður spilar 7♠

Norður

♠ 6

♥ KD108652

♦ ÁG

♣ Á109

Vestur

♠ 109742

♥ G7

♦ K10

♣ DG53

Austur

♠ –

♥ 94

♦ D9876542

♣ K85

Suður

♠ ÁKDG853

♥ Á3

♦ 3

♣ 742

Suður spilar 7♠.

„Þrjú komma níutíu og eitt prósent.“ Óskar ugla lagði alfræðiritið gætilega frá sér á eldhúsborðið. Þessi mikla bók hans var orðin snjáð og rifin eftir áratuga notkun og Óskar fór um hana mjúkum höndum. Hann hafði flett því upp að líkur á 5-0-legu væru aðeins 3,91%.

Sveit Grant Thorntons var ólánsöm í þessu spili, sem kom upp í bikarleik við Karl Sigurhjartarson og félaga. Stefán Stefánsson og Magnús Eiður Magnússon voru í NS á öðru borðinu. Austur opnaði á 3♦ og Magnús stökk í 4♠. Stefán spurði um lykilspil á 4G og fékk upp þrjú með 5♣. Stefán leitaði þá eftir drottningunni í spaða með 5♥. Magnús játaði drottningunni með stökki í 6♠ og Stefán hækkaði í 7♠. Sú ákvörðun hefði skilað Grant 11 stigum í 96,09% tilfella, en hér greiddu Grantverjar 14 stig fyrir einn niður (6♠ voru spilaðir á hinu borðinu).