Norður ♠ KG64 ♥ DG962 ♦ 965 ♣ 6 Vestur ♠ 5 ♥ K10 ♦ ÁK8432 ♣ 10872 Austur ♠ 98732 ♥ 74 ♦ DG107 ♣ 53 Suður ♠ ÁD10 ♥ Á853 ♦ – ♣ ÁKDG94 Suður spilar 6♣

Norður

♠ KG64

♥ DG962

♦ 965

♣ 6

Vestur

♠ 5

♥ K10

♦ ÁK8432

♣ 10872

Austur

♠ 98732

♥ 74

♦ DG107

♣ 53

Suður

♠ ÁD10

♥ Á853

♦ –

♣ ÁKDG94

Suður spilar 6♣.

„Styrkurinn liggur í þokunni.“ Multi-sagnvenjan kom til tals á kaffifundi nýlega. Tilefnið var spil frá bikarleik Grants Thorntons og Karls Sigurhjartarsonar. Grantverjinn Guðmundur Snorrason í austur opnaði í þriðju hendi á multi 2♦! – veikir tveir í hjarta eða spaða. Magnús mörgæs var á staðnum og horfði yfir öxlina á suðri, sem doblaði. Vestur sagði pass og norður 2♥. „Hvað nú?“ Magnús leit spyrjandi á félaga sína.

Óskar ugla: „Pass vesturs lofar væntanlega tígli, svo að við ættum að geta krafið með 3♦. Raunar er freistandi að beita fráfærunni og spyrja um lykilspil fyrir utan tígul með 5♦.“

Gölturinn: „Mig langar ekki að spila tígulsamning, hvorki bút né geim! Þá myndi ég frekar nota Jósefínu gömlu, segja 5G til að biðja makker að fara í sjö með tvo af þremur efstu. Hvað gerði suður?“

„Hann missti kjarkinn og stökk í 6♣.“