Páll Vilhjálmsson
Páll Vilhjálmsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Páll Vilhjálmsson, blaðamaður og kennari, fjallaði um það á bloggi sínu í liðinni viku að Hæstiréttur hefði hafnað áfrýjunarbeiðni blaðamannanna Þórðar Snæs Júlíussonar og Arnars Þórs Ingólfssonar um að endurskoða sýknudóm Landsréttar í máli tvímenninganna gegn Páli.

Páll Vilhjálmsson, blaðamaður og kennari, fjallaði um það á bloggi sínu í liðinni viku að Hæstiréttur hefði hafnað áfrýjunarbeiðni blaðamannanna Þórðar Snæs Júlíussonar og Arnars Þórs Ingólfssonar um að endurskoða sýknudóm Landsréttar í máli tvímenninganna gegn Páli.

Héraðsdómur hafði dæmt tvímenningunum í vil en Landsréttur sneri dómnum við og sýknaði Pál af tvennum ummælum sem féllu árið 2022:
1) „Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson, blaðamenn á Kjarnanum, [...] eiga aðild, beina eða óbeina, að byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma hans.“
2) „Saksóknari mun gefa út ákæru á hendur blaðamönnum RSK-miðla, líklega í september.“

Páll segir tilgang tvímenninganna með málarekstrinum hafa verið að þagga niður í honum: „Þeim finnst ótækt að bloggari afhjúpi aðför RSK-miðla (RÚV, Stundarinnar og Kjarnans) að Páli skipstjóra Steingrímssyni.“

Dómur Landsréttar, sem Hæstiréttur gerir ekki athugasemdir við, er fróðlegur og fjallar meðal annars um að blaðamenn geti þurft að þola gagnrýni. Þá hafi ummælin ekki gengið svo langt, að í lýðræðislegu samfélagi, þar sem tjáningarfrelsi sé í hávegum haft, hafi þurft að ómerkja þau. Blaðamenn ættu að fagna því að dómstólar verji tjáningarfrelsið.