Hátíð Gestir voru hvattir til að mæta í þjóðbúning á hátíðina og tóku ungir sem aldnir þátt. Hátíðin var haldin í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins.
Hátíð Gestir voru hvattir til að mæta í þjóðbúning á hátíðina og tóku ungir sem aldnir þátt. Hátíðin var haldin í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins. — Ljósmynd/Bríet Guðmundsdóttir
Um helgina var haldin Fjallkonuhátið í Skagafirði þar sem gestum bauðst m.a. tækifæri til að fara á þjóðbúningasýningu, þjóðbúningamessu og kynnast búningaþróun á 19. öld. Hátíðin var haldin í tilefni af 80 ára afmæli íslenska lýðveldisins og var…

Um helgina var haldin Fjallkonuhátið í Skagafirði þar sem gestum bauðst m.a. tækifæri til að fara á þjóðbúningasýningu, þjóðbúningamessu og kynnast búningaþróun á 19. öld.

Hátíðin var haldin í tilefni af 80 ára afmæli íslenska lýðveldisins og var hún tileinkuð þremur einstaklingum sem settu sinn svip á þróun íslenskra kvenbúninga á 19. öld. Það voru þau Sigurður „málari“ Guðmundsson frá Hellulandi í Hegranesi, Guðrún Skúladóttir frá Ökrum og Sigurlaug Gunnarsdóttir frá Ási í Hegranesi sem hátíðin var tileinkuð.

Sigurður var mikill áhugamaður um faldbúningana og skráði hann m.a. frásögn um einstakan faldbúning sem Guðrún saumaði. Þá lagði Sigurður til breytta útgáfu af faldbúningi, skautbúning, sem Sigurlaug saumaði eftir fyrirmynd Sigurðar.

Að hátíðinni stóðu Þjóðbúningafélag Íslands, Pilsaþytur í Skagfirði og Annríki – Þjóðbúningar og skart.

Eftir fræðslu um þjóðbúninginn og lífið á baðstofunni á laugardaginn var farið í messu að Hólum í Hjaltadal og í rútuferð um sögustaði í Skagafirði í gær.