Vandi Fleiri börn eru nú á biðlista eftir meðferð en tíðkast venjulega.
Vandi Fleiri börn eru nú á biðlista eftir meðferð en tíðkast venjulega. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Úlfur Einarsson, forstöðumaður meðferðarheimilisins Stuðla, segir að lokun á meðferðadeild heimilisins í sumar hafi verið nauðsynleg en að hún hafi klárlega haft áhrif. Þá segir hann að biðlistar eftir meðferð hafi lengst óvenjumikið það sem af er hausti

Úlfur Einarsson, forstöðumaður meðferðarheimilisins Stuðla, segir að lokun á meðferðadeild heimilisins í sumar hafi verið nauðsynleg en að hún hafi klárlega haft áhrif. Þá segir hann að biðlistar eftir meðferð hafi lengst óvenjumikið það sem af er hausti.

Stuðlar eru meðferðarstöð ríkisins fyrir börn og unglinga frá 12 til 18 ára en starfsemin skiptist í neyðarvistun, meðferðardeild og stuðningsheimili. Í vor var ákveðið að loka meðferðardeildinni í nær fjórar vikur yfir sumartímann vegna starfsmannavanda og framkvæmda á húsinu.

Hann segir að lokunin hafi verið nauðsynleg en hún hafði einnig neikvæð áhrif.

„Það komu krakkar inn á neyðarvistun í sumar sem alla jafnan hefðu verið vistuð á langtímaúrræði,“ segir Úlfar í samtali við Morgunblaðið.

Spurður hvernig lokanirnar í sumar hafi haft áhrif á biðlista eftir meðferð segir Úlfar að öll pláss hefðu fyllst um leið og þau opnuðu aftur og að biðlistinn hafi lengst óvenjumikið síðan þá. Biðlistinn lengist alltaf á haustin þegar að kerfi á borð við barnavernd fara aftur almennilega af stað en að um sé að ræða óvenjumikla aukningu í ár. Á því kann hann enga einhlíta skýringu.

„Vandinn virðist bara vera aðeins meiri,“ segir hann. elinborg@mbl.is